Vestnorræna ráðið

Vestnorræna ráðið er þingmannavettvangur þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslands. Í ráðinu sitja 18 þingmenn, sex frá hverju landi. Þriggja manna forsætisnefnd, skipuð einum þingmanni frá hverju landi, stýrir starfi ráðsins milli ársfunda. Formennska í ráðinu skiptist árlega milli fulltrúa landanna í forsætisnefndinni. Ráðið getur einnig sett niður vinnunefndir um einstök mál eða málaflokk.

Ráðið var stofnað í Nuuk á Grænlandi 24. september 1985. Skrifstofa ráðsins tók til starfa 1997 og hefur frá upphafi haft aðsetur á skrifstofu Alþingis í Reykjavík. Framkvæmdastjóri ráðsins stýrir skrifstofunni og hefur umsjón með daglegum rekstri.

Ráðið kemur saman til tveggja reglulegra funda: ársfundar sem venjulega er haldinn í sumarlok og þemaráðstefnu í lok janúar. Löndin skiptast með reglubundnum hætti á að halda fundina.

Ársfundur fer með æðsta ákvörðunarvald ráðsins og á honum eru forsætisnefnd og formaður kjörin fram að næsta ársfundi. Á ársfundi má ræða sérhvert það málefni sem getur haft þýðingu fyrir samvinnuna. Ráðið getur samþykkt ályktanir til eins eða fleiri af löndunum.

Þemaráðstefnur ráðsins eru helgaðar fyrirfram ákveðnu áherslumáli sem tekið er fyrir á opinni ráðstefnu. Þær eru haldnar til skiptis árlega í löndunum þremur og þar halda fyrirlesarar erindi um það málefni sem tekið er fyrir. Ráðstefnurnar eru opnar almenningi.

Vestnorræna ráðið tekur virkan þátt í alþjóðastarfi. Ráðið er áheyrnaraðili að Norðurskautsráðinu og Þingmannaráðstefnunni um Norðurskautsmál (SCPAR). Vestnorræna ráðið og Norðurlandaráð starfa náið saman og þá heldur ráðið árlegan fund með DEEA-nefnd Evrópuþingsins. Fulltrúar ráðsins sækja einnig Þingmannaráðstefnu hinnar norðlægu víddar (Northern Dimension) sem haldin er annað hvort ár og taka virkan þátt í samkomum Arctic Circle.

Auk þess starfar Vestnorræna ráðið náið með þjóðþingum og ríkisstjórnum landanna þriggja, NORA-samstarfsvettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og Vestnorræna lánasjóðnum.

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins eru veitt annað hvert ár. Dómnefnd verðlaunanna, skipuð af Vestnorræna ráðinu, velur tilnefnd verk til verðlaunanna og sigurverk. Höfundur sigurverksins hlýtur 60.000 DKK í verðlaunafé.

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins leiðir og skipuleggur verkefni og stefnu ráðsins milli ársfunda. Fyrir forsætisnefndinni fer formaður ráðsins auk tveggja fulltrúa, sem hinar landsnefndirnar tvær tilnefna.


Landsdeild Íslands

Alþingi Íslands velur landsdeild Íslands hjá Vestnorræna ráðinu.
Sæti í landsdeild Íslands eiga alþingismennirnir:

Steinunn Þóra Árnadóttir
Formaður landsdeildar
steinunna@althingi.is
Vinstri-Græn

Eyjólfur Ármannsson
Varaformaður
eyjolfur.armannsson@althingi.is
Flokkur fólksins
Þórarinn Ingi Pétursson
thorarinnp@althingi.is
Framsóknarflokkurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
sdg@althingi.is
Miðflokkurinn
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
thorbjorg.s.gunnlaugsdottir@althingi.is
Viðreisn

Jón Gunnarsson
jong@althingi.is
Sjálfstæðisflokkurinn
Varamenn
  • Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokkurinn
  • Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins
  • Bergþór Ólason, Miðflokkurinn
  • Orri Páll Jóhannsson, Vinstri-Græn
  • Guðbrandur Einarsson, Viðreisn

Landsdeild Færeyja

Lögþing Færeyja velur landsdeild Færeyja hjá Vestnorræna ráðinu. Í landsdeildinni sitja eftirfarandi þingmenn:

Jenis av Rana
Formaður landsdeildar
jenisr@logting.fo
Miðflokkurin

Henrik Old
Varaformaður landsdeildar
henriko@logting.fo
Javnaðarflokkurin
Bárður á Lakjunni
bardurl@logting.fo
Fólkaflokkurin

Eyðdis Hartmann Niclasen
eyddisn@logting.fo
Sambandsflokkurin

Erling Eidesgaard
erlinge@logting.fo
Tjóðveldi
Karlot Hergeirsson
karloth@logting.fo
Framsókn

Varamenn
  • Uni Holm Johannesen, Javnaðarflokkurin
  • Magnus Rasmussen, Sambandsflokkurin
  • Jørgen Niclasen, Fólkaflokkurin
  • Steffan Klein Poulsen, Miðflokkurin
  • Annika Olsen, Tjóðveldi
  • Sólvit E Nolsø, Framsókn

Landsdeild Grænlands

Inatsisartut, Landsþing Grænlands, velur landsdeild Grænlands hjá Vestnorræna ráðinu. Sæti í landsdeildinni eiga þingmennirnir:

Doris J. Jensen
Formaður landsdeildar
dojj@inatsisartut.gl
Siumut
Aqqalu Jerimiassen
Varaformaður landsdeildar
aqqje@inatsisartut.gl
Atassut

Najaaraq Møller
nmoll@inatsisartut.gl
Siumut
Pipaluk Lynge
pilyng@inatsisartut.gl
Inuit Ataqatigiit

Mette Arqe-Hammeken
mettah@inatsisartut.gl
Naleraq

Harold Bianco
hbian@inatsisartut.gl
Inuit Ataqatigiit

Varamenn
  • Adam Kristensen, Inuit Ataqatigiit
  • Mala Høy Kúko, Siumut
  • Siverth Karl Heilmann, Atassut
  • Knud Mathiassen, Naleraq
  • Peter Olsen, Inuit Ataqatigiit
  • Kuno Fencker, Siumut