Kristínu Helgu Gunnarsdóttur voru veitt Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2008 við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu hinn 9. september. Á eftir fara erindi sem flutt voru við athöfnina.
Karl V. Matthíasson alþingismaður og varaformaður ráðsins bauð gesti velkomna. Hann sagði:
„Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins voru fyrst veitt árið 2002. Þetta er í fjórða skipti sem verðlaunin eru veitt en tvisvar hafa þau verið veitt íslenskum höfundum.
Markmiðið með stofnun verðlaunanna var að hvetja rithöfunda til að nota hæfileika sína til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga. Markmiðið er líka að hvetja þá sem ganga með hugmynd að barnabók til þess að koma henni á blað.
Þar að auki vill
Mig langar til að biðja Silju Aðalsteinsdóttur, bókmenntafræðing og meðlim í vestnorrænu dómnefndinni, um að skýra okkur frá valinu í ár.“
Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og meðlimur í vestnorrænu dómnefndinni flutti eftirfarandi tölu: