Búið er að setja á stofn þingmannanefnd Hoyvíkursamningsins. Í nefndinni eiga sæti þingmenn frá Alþingi og Lögþingi Færeyja. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í Tórshavn á Færeyjum í vikunni. Hlutverk þingmannanefndarinnar verður að fylgjast með framkvæmd samningsins, ræða þróun hans og leggja til umbætur ef við á.
Á fyrsta fundi nefndarinnar var Magni Laksáfoss lögþingsmaður kjörinn formaður og Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður varaformaður.
Alþingi og Lögþing Færeyja velja 6 þingmenn hvort til setu í þingmannanefndinni. Grænland skipar 6 þingmenn sem eru áheyrnarfulltrúar í nefndinni með málfrelsi.